Fara í efni

Tilkynning vegna Umhverfisverðlauna Skagafjarðar

29.06.2020
Sólarlag í Skagafirði

Með hækkandi sól og gleðinni sem sumrinu fylgir munu konur úr Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar fara í skoðunarferðir um fjörðinn í byrjun júlí og svo aftur í byrjun ágúst til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir Umhverfisverðlaun Skagafjarðar, sem er samvinnuverkefni klúbbsins og sveitarfélagsins. Þau atriði sem horft er til og metin til einkunnar eru til dæmis frágangur bygginga, geymsla tækja og áhalda, viðhald girðinga, almenn umgengni og heildarmynd húsa, lóða og bygginga. Að loknu mati er valið úr hópi tilnefninga í samráði við garðyrkjustjóra sveitarfélagsins og viðurkenningar afhentar í september 2020, 16. árið í röð. Vonumst eftir góðu samstarfi eins og fyrri ár.

Fréttatilkynning