Fara í efni

Tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035

14.07.2021

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 26. nóvember 2020 að auglýsa tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Í tillögu felst m.a. endurskoðun á framboði íbúðarhúsnæðis og atvinnusvæða í sveitarfélaginu, mörkuð er stefna um landbúnaðarsvæðin, ferðaþjónustu, innviði, efnistöku, ný vatnsverndarsvæði og náttúru- og minjavernd. Aðalskipulagið er mikilvægur þáttur í að vinna að sterkum Skagafirði.

Í tillögu er gerð grein fyrir forsendum, útfærslum, heimildum og takmörkunum og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006. Skipulagsgögnin verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins skagafjordur.is, í ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki, og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b.

Ábendingum og athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi skal senda til skipulagsfulltrúa á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar Aðalskipulag Skagafjarðar á póstfangið, Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til mánudagsins 13. september 2021.

Nálgast má tillögurnar hér. Einnig er hægt að skoða tillögurnar í ráðhúsinu á Sauðárkróki.