Tillaga að deiliskipulagi sundlaugar- og íþróttasvæðis við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 12. apríl síðastliðinn, var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir sundlaugar- og íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Tillagan felur í sér gerð deiliskipulags fyrir svæðið og nánasta umhverfi þess með það að markmiði að fá fram heildstætt skipulag.
Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir stækkun á sundlauginni, bæði byggingar- og laugarsvæði, og væntanlegar breytingar á vallarsvæðinu þar sem fyrirhugað er að koma fyrir gervigrasvelli, lýsingu á möstrum og tæknirými.
Tillagan liggur frammi í afgreiðslu ráðhússins við Skagfirðingabraut og hér á heimasíðunni.
Athugasemdir og ábendingar við deiliskipulagstillöguna skulu vera skriflegar og berast skipulags- og byggingarfulltrúa í síðasta lagi miðvikudaginn 24. maí 2017.