Fara í efni

Tillaga að starfsleyfi fyrir Norðurá bs., Stekkjarvík

09.04.2025

Umhverfis- og orkustofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Norðurá bs., Stekkjarvík. Gert er ráð fyrir heimild til urðunar á allt að 30.000 tonnum af almennum úrgangi á ári, þ.á.m óvirkum spilliefnum. Fyrra starfsleyfi heimilaði urðun uppá 21.000 tonn á ári. Heildarmagn úrgangs sem urðaður verður á urðunarstaðnum helst óbreytt og er áfram áætlað 630.000 tonn í lok rekstrartíma. Einnig er gert ráð fyrir rekstri tveggja brennsluofna sem samtals geta brennt allt að 6.000 tonnum af aukaafurðum dýra á ári. Starfsemi brennsluofnanna fellur undir BAT-niðurstöður um losun í iðnaði, fyrir sláturhús og iðnað fyrir aukaafurðir úr dýrum og/eða ætar samafurðir.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun (uos@uos.is) merkt UST202109-137, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018. Ef áhugi er fyrir hendi að halda opinn kynningarfund um starfsleyfistillöguna er bent á að hafa samband við Umhverfis- og orkustofnun með slíkt erindi sem fyrst.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 5. maí 2025.

Nánar á vef Umhverfis- og orkustofnunar.