Fara í efni

Tillaga Byggðaráðs um tímabundna niðurfellingu gatnagerðagjalda

12.11.2013

Tillaga Byggðaráðs frá 7. nóvember hljóðar svo:

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. júlí 2013 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í sveitarstjórn og varir til 1. júlí 2014. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.

 

Hér má sjá yfirlitskort yfir lausar lóðir:

Sauðárkrókur

Hofsós

Varmahlíð