Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 15. febrúar 2023 að auglýsa skipulagslýsingu verkefnisins Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðárkróki og Hofsósi, íþróttasvæðis hestamanna á Sauðárkróki, kirkjugarðsins á Nöfum, Varmahlíðarskóla og nágrenni hans og ferðaþjónustusvæða í Skagafirði.
Skipulagslýsing er fyrsta skrefið í undirbúningi skipulagsáætlana og er ætlað að upplýsa hagaðila og umsagnaraðila strax í byrjun um fyrirhugaða tillögugerð, viðfangsefni hennar og áherslur.
Skipulagslýsingin liggur frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21 og er einnig aðgengileg hér að neðan. Skipulagslýsingin er til kynningar til og með 8. mars 2023.
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér skipulagslýsinguna. Ábendingar skulu hafa borist skriflega til Ráðhússins, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki eða með tölvupósti á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.