Fara í efni

Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035

11.12.2024

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 30. fundi sínum þann 18. september 2024 að auglýsa eftirtaldar átta tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Deplar í Fljótum - Mál nr. 878/2024 í Skipulagsgátt
Tillaga felur í sér að breyta afmörkun á verslun og þjónustu (VÞ-2), sem merkt er inn á sveitarfélagsuppdrátt sem punktur en verður breytt í landnotkunarfláka, þar sem stærð flákans verður meiri en 3 ha. Einnig að afmarka lendingarstað (FV-1) á áreyrum Stífluár. Yfirborð lendingarstaðarins
er möl eða gras. Ekki eru fyrirhugaðar byggingar innan lendingarstaðarins. Óheimilt er að reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Svæðin eru skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi.

 

Litla-Gröf 2 - Mál nr. 877/2024 í Skipulagsgátt
Tillaga felur í sér nýtt efnistökusvæði E-48 í landi Litlu-Grafar 2 (L 232798). Svæðið er miðja vegu á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Áætlað er að vinna allt að 250.000 m3 efni úr námunni og að vinnslutími verður út gildistíma gildandi aðalskipulags. Samhliða endurskoðun gildandi aðalskipulags verður vinnslutími efnistökusvæðisins endurskoðaður.

 

Athafnarsvæði Stóra-Brekka - Mál nr. 818/2024 í Skipulagsgátt
Breytingin felur í sér að skilgreina athafnasvæði á jörðinni Stóru-Brekku í Fljótum, í stað landbúnaðarsvæðis á mjög afmörkuðu svæði. Á Stóru-Brekku er í dag stuðningsþjónusta við ferðaþjónustustarfsemi í Fljótum. Þar eru geymslur, verkstæði og þjónusta við tæki og bifreiðar. Ný landnotkun verður sett fram sem punktur á sveitarfélagsuppdrætti.

 

Efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401 Sauðárkróki - Mál nr. 817/2024 í Skipulagsgátt
Breytingin felur í sér breytta lögun á efnistöku- og efnislosunarsvæði E-401. Stærð aðliggjandi svæða breytist til samræmis. Breyting tekur til uppdráttar og töflu 4.13 í kafla 4.14 Efnistöku- og efnislosunarsvæði . Efnistöku- og efnislosunarsvæðið E-401 verður skipt upp í þrjú svæði. Aukið er við heimild til efnistöku. Nýtt svæði sem tekið verður til efnisvinnslu er í dag nýtt sem tún og til beitar. Einnig er tekið horn af svæði kringum vatnsveitu (I-405).

 

Íbúðarbyggð ÍB-404 Sauðárkróki - Mál nr. 815/2024 í Skipulagsgátt
Breytingin felur í sér aukið byggingarmagn innan svæðis ÍB-404 á Sauðárkróki, sem afmarkast af Skagfirðingabraut, Hegrabraut, Strandvegi og Ránarstíg. Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þróun íbúðarbyggðar ÍB-404 stuðli að samfelldri byggð og hagkvæmri nýtingu innviða með því að byggja fyrst upp nærri núverandi götum, veitukerfum og þjónustustofnunum. Breytingin felur í sér að fjöldi nýrra íbúða innan ÍB-404 hækkar um 10 og verður 20 íbúðir. Heildarfjöldi íbúða verður 280 eftir breytingu. Deiliskipulag er í vinnslu fyrir hluta af ÍB-404, Víðigrund og hluta Smáragrundar. Með breytingunni hækkar þéttleiki á svæði ÍB-404 um 0,5 íb/ha og þéttleiki á íbúðarsvæði á Sauðárkróki (tafla 4.1) hækkar um 0,1 íb/ha.

 

Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2 - Mál nr. 813/2024 í Skipulagsgátt
Breytingin felur í sér að skilgreina þrjú ný verslunar- og þjónustusvæði og nýtt skógræktarsvæði. Innan verslunar og þjónustusvæða á Gýgjarhóli og Gýgjarhóli 1 er gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Á verslunar- og þjónustusvæði á Gýgarhóli 2 er einnig gert ráð fyrir tjaldsvæði. Landnotkun sem breytingin nær til er skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi, annars vegar sem L1 Gott landbúnaðarland á láglendi og hins vegar L3 Annað landbúnaðarland.

 

Brautarholt-Mýri og Efra-Haganes I (lóð 3) - Mál nr. 812/2024 í Skipulagsgátt
Breytingin felst í að skilgreina tvö ný verslunar- og þjónustusvæði, Efra-Haganes I (lóð 3) og Brautarholt-Mýri. Svæðin eru jafnframt afmörkuð á sveitarfélagsuppdrætti. Efra-Haganes I (lóð 3) stendur við sjóinn á Haganesi, gamla verslunarhúsið í Haganesvík, fyrrum kauptúni í Fljótum. Húsnæðinu hefur verið breytt í hljóðupptökuver. Brautarholt-Mýri er sumarhúsalóð í landi Brautarholts í Haganesvík í Fljótum. Á lóðinni stendur gamall sumarbústaður en til stendur að byggja nýtt hús, 8 herbergja gistihús á tveimur hæðum. Hús í næsta nágrenni eru í 60-120 m fjarlægð frá fyrirhuguðum
byggingarreit. Nýbygging mun ekki skerða útsýni nágrannahúsa.
Áætlað er að reka gistiþjónustu og hljóðupptökuver á þessum stöðum.

 

Hofsstaðir  í Skipulagsgátt - Mál nr. 811/2024 í Skipulagsgátt
Breytingin felur í sér að afmarka núverandi verslunar- og þjónustusvæði VÞ-8 fyrir Hofsstaði lóð 1 og Hofsstaði lóð 2 og auka byggingarmagn til samræmis við áform um uppbyggingu. Fjöldi gistirúma verður 120 eftir breytingu. Einnig verður nafni VÞ-8 breytt í greinargerð úr Hofsstaðaseli í Hofsstaði. Samhliða þessari aðalskipulagsbreytingu er auglýst deiliskipulagstillaga fyrir svæðið.

 

Tillögurnar eru auglýstar frá 11. desember 2024 til og með 29. janúar 2025. Hægt er að skoða tillögunar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir viðkomandi málsnúmerum. Tillögurnar munu jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá kl. 10-12 og kl. 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is og með því að smella á viðeigandi málsnúmer hér að ofan.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi tillögurnar. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is í síðasta lagi 29. janúar 2025. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar