Tímabundið starf í Kleifatúni er laust til umsóknar
Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar óskar eftir að ráða starfsmann tímabundið í Kleifatún
Tímabil starfs: 13. febrúar til maíloka með möguleika á þriggja mánaða lengingu eða til ágústloka.
Starfshlutfall: 85% starfshlutfall.
Starfsheiti: Starfsmaður á sambýli II.
Lýsing á starfinu: Starfið felst í þjónustu við einstaklinga með fötlun. Starfsmaður aðstoðar fatlað fólk við athafnir daglegs lífs og sinnir líkamlegum og félagslegum þörfum eftir því sem við á.
Menntunar- og hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.
Vinnutími: Unnið er á vöktum allan sólarhringinn.
Launakjör: Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2017
Nánari upplýsingar: Veitir Sigþrúður Jóna Harðardóttir í síma 455-6082 eða með tölvupósti á netfangið sigthrudurh@skagafjordur.is.
Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.