Fara í efni

Tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda

14.12.2015
Sauðárkrókur

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 9. desember síðastliðinn, var samþykkt að framlengja tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð.

Er þetta gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita samkvæmt 6. grein laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tók gildi við samþykkt sveitarstjórnar og gildir til 31. desember 2016. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðast við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.

Upplýsingar um lausar lóðir á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu má finna hér.