Tónlistarskóli Skagafjarðar auglýsir laus störf
Tónlistarskóli Skagafjarðar auglýsir laus störf
Tónlistarskóli Skagafjarðar óskar eftir að ráða í þrjár stöður tónlistarkennara fyrir næsta skólaár.
Tvo fiðlukennara. Frá og með 1. ágúst 2015. Annan í 100% stöðu og hinn í 50% forfallakennslu vegna fæðingarorlofs, sem getur kennt á selló og kontrabassa.
Píanókennara í 70% stöðu frá og með 1. ágúst 2015 til að kenna á Hofsós, Hólum og Sólgarðaskóla í Fljótum. Æskilegt er að viðkomandi búi á Hofsósi.
Menntunar- og hæfniskröfur: Æskilegt er að viðkomandi hafi fiðlu-/píanókennaramenntun eða sambærilega menntun ásamt reynslu af kennslu. Viðkomandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af að vinna með börnum. Auk þess að vera metnaðarfullur og áhugasamur.
Störfin henta jafnt konum sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við FT eða FIH.
Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2015
Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar um störfin gegur Sveinn Sigurbjörnsson í síma: 453-5790 / 849-4092 eða með því að senda fyrirspurn á tons@skagafjordur.is.