Fara í efni

Tónverk nemenda Varmahlíðarskóla

03.06.2015

Það er fjölbreytt starf sem fer fram í skólunum og í Varmahlíðarskóla unnu nemendur 5. og 6. bekkjar tónverk úr þjóðsögum síðasta vetur. Annar bekkurinn valdi söguna um Drangey en hinn Móðir mín í kví kví. Á heimasíðu skólans segir að nemendurnir hafi unnið verkin með aðstoð Kristínar Höllu Bergsdóttur tónmenntakennara. Hér má lesa nánar um verkin og hlusta.