Umferðaröryggismál gangandi og hjólandi vegfarenda
Á fundi forvarnarteymis sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 23. nóvember s.l. voru umferðaröryggismál gangandi og hjólandi vegfarenda til umræðu. Á fundinn kom Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og fór yfir þær framkvæmdir sem framundan eru í þessum málaflokki innan sveitarfélagsins. Fundarmenn fagna samtalinu milli allra þessara aðila og sjá fram á áframhaldandi samvinnu í þessum málum á næstu misserum.
Forvarnarteymið vill minna á mikilvægi þess að við sem samfélag látum okkur velferð barna og ungmenna varða og að enginn einn beri ábyrgð. Við berum öll ábyrgð.
Íbúar geta og mega gjarnan koma með ábendingar um það sem betur má fara í forvörnum og eru hvattir til að vera vakandi yfir mikilvægi samstarfs í forvarnarmálum.
Fundinn sátu:
Þorvaldur Gröndal frístundastjóri, fyrir hönd Skagafjarðar
Jóhann Bjarnason, fyrir hönd Grunnskólans austan Vatna
Kristbjörg Kemp, fyrir hönd Árskóla
Helga Rós Sigfúsardóttir, fyrir hönd Varmahlíðarskóla
Sigríður Inga Viggósdóttir, fyrir hönd Árvistar og Húss frítímans
Margrét Alda Magnúsdóttir, forvarnarfulltrú Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra
Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar