Umhverfisdagar í Skagafirði 10. - 12. júní
07.06.2016
Sveitarfélagið efnir til umhverfisdaga helgina 10. - 12. júní næstkomandi. Takmarkið er að fá snyrtilegra og fegurra umhverfi. Því er mikilvægt að íbúar taki höndum saman, tíni rusl og snyrti til í og við lóðir sínar og á nærliggjandi opnum svæðum. Ruslapokar verða bornir í hús á þéttbýlissvæðum föstudaginn 10. júní og safnað saman mánudaginn 13. júní. Mikilvægt er að loka pokunum vel og skilja þá eftir við gangstéttina að kvöldi sunnudagsins. Garðaúrgangur verður ekki hirtur í hreinsunarátakinu einungis lokaðir ruslapokar.
Við hvetjum alla íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja í Skagafirði að taka höndum saman í að bæta umhverfi okkar og fegra.