Fara í efni

Umhverfisdagar í Skagafirði dagana 15. - 17. maí

08.05.2015
Umhverfisdagar í Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til umhverfisdaga dagana 15. - 17. maí næstkomandi. 

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 20. apríl síðastliðinn var ákveðið að dagana 15. - 17. maí yrði farið í hreinsunarátak í Skagafirði. Nefndin hvatti um leið alla íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja í Skagafirði til að taka höndum saman í að bæta umhverfið okkar.

Markmið þessa átaks er að fegra ásýnd umhverfis okkar fyrir sumarið og safna rusli í poka sem sendir verða á hvert heimili á þéttbýlisstöðum í Skagafirði í næstu viku. Mánudaginn 18. maí verður ruslapokunum svo safnað saman. Það er því mikilvægt að eftir að þeir hafa verið fylltir að þeir séu lagðir við götukantstein að kvöldi sunnudagsins 17. maí og að þeim sé vel lokað.

Við hvetjum íbúa, húsfélög, fyrirtæki og félagasamtök til að taka höndum saman og gera fjörðinn okkar ennþá fallegri og tilbúin fyrir sumarið. Tökum höndum saman og tökum til í okkar nágrenni!