Umhverfisviðurkenningar í Sveitarfélaginu Skagafirði
16.09.2014
Umhverfisviðurkenningar í Skagafirði fyrir árið 2014 voru veittar í síðustu viku í sex flokkum.
Opinber stofnun: Eldra stig leikskólans Ársala við Árkíl.
Fyrirtæki: Hlíðarkaup í eigu Ásgeirs Einarssonar og systkina hans.
Sveitabýli án búskapar: Einholt í Viðvíkursveit, þar búa hjónin Valgerður Kristjánsdóttir og Jónas Sigurjónsson.
Sveitabýli með búskap: Hof á Höfðaströnd, þar búa þau Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur ásamt fjölskyldu.
Lóð í þéttbýli: Veittar voru tvær viðurkenningar. Hólavegur 14, þar sem Erla Halldórsdóttir og Jón Alexandersson búa, og Birkihlíð 11, en þar búa Eygló Jónsdóttir og Bragi Haraldsson.
Einstakt framtak: Ferjumaðurinn á Furðuströndum, minnisvarði um Jón Ósmann.