Undirritaður samningur um Dagdvöl aldraðra í Skagafirði
Sveitarfélagið Skagafjörður og Heilbrigðisstofnun Norðurlands undirrituðu samning um Dagdvöl aldraðra í Skagafirði nú í vikunni. Með þessum samningi er verið að festa í sessi 20 ára samstarf um að Dagdvöl aldraðra sé starfrækt í húsakynnum HSN á Sauðárkróki. Sveitarfélagið sér alfarið um rekstur og þjónustu við dvalargesti en HSN leggur til húsnæðisaðstöðu og sér um rekstur þess.
Ásamt því að þjónustusta dvalargesti Dagdvalar er vistmönnum dvalardeilda HSN veittur aðgangur að þjónustu í föndurstofu og tómstundastarfi. Mikill ávinningur er að hafa starfsemi Dagdvalar í nálægð við heilbrigðisþjónustuna og aðstöðu endurhæfingar sem er mjög góð. Samningurinn kveður einnig á um að Dagdvöl aldraðra, Iðja sem er dagþjónusta fyrir fatlað fólk og fatlaðir nemendur í grunnskólum í Skagafirði hafi aðgang að sundlaug og tækjasal endurhæfingar.