Fara í efni

Uppfærsla Íbúagáttar væntanleg

04.02.2015
Íslykill

Innskráningarleið Íbúagáttar sveitarfélagsins verður breytt næstu daga.  Þá verður einungis hægt að skrá sig inn annars vegar með svokölluðum Íslykli og hins vegar með rafrænu skírteini.

Þessar útfærslur auka öryggi innskráningar viðskiptavina og þjónustuþega til mikilla muna.  Þessar leiðir eru nú þegar notaðar hjá öllum bönkum og sparisjóðum, ríkisskattsstjóra, Sjúkratryggingum Íslands og Tryggingastofnun svo nokkrar stofnanir séu nefndar.

Hér eru upplýsingar fyrir þá sem þurfa að útvega sér Íslykil https://www.island.is/islykill/

Varðandi rafrænt skírteini í síma þá er best að hafa samband við viðkomandi símafyrirtæki og fá þar upplýsingar um hvort skipta þurfi um SIM kort í símtækinu.  Þegar viðeigandi kort er tiltækt í símanum þá þarf að fara í banka og láta virkja kortið.  Ath. taka þarf persónuskilríki með sér í bankann, vegabréf eða ökuskírteini með skýrri mynd.