Fara í efni

Upplestrarkeppni Varmahlíðarskóla í 7. bekk

23.02.2017
Fulltrúar Varmahlíðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni 2017

Í dag var haldin upplestrarkeppni í 7. bekk Varmahlíðarskóla þar sem valdir voru fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer á sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þann 28. mars næstkomandi.

Dómnefnd valdi þrjá aðalmenn í keppnina og einn til vara, og var keppnin hörð enda stóðu allir nemendur sig með miklum sóma. Aðalmenn eru Einar Kárason, Katrín Ösp Bergsdóttir og Óskar Aron Stefánsson. Varamaður er Steinar Óli Sigfússon.