Upplýsingar um Hvatapeninga
Frá því að Sveitarfélagið Skagafjörður ákvað að taka upp NÓRA skráningakerfi vegna frístunda- og íþróttastarfs barna hefur verið kappkostað að öll aðildarfélög innan UMSS sem bjóða upp á íþróttaæfingar fyrir börn og ungmenni, nýti sér það kerfi. Með því að nýta NÓRA er umsóknarferli vegna Hvatapeninga einfaldað til muna.
Til að skrá barn í frístund gegnum NÓRA þarf að fara inn á Íbúagátt sveitarfélagins. Þar sem ekki eru öll félög/deildir komnar inn í NÓRA geta börn eða ungmenni sótt um Hvatapeninga rafrænt á þar til gerðu eyðublaði inn á Íbúgáttinni. Vinnan við innleiðinguna á skráningu í NÓRA mun halda áfram og er stefnt að því að henni verði lokið fyrir haustið 2019.
Nánari upplýsingar um Hvatapeninga má nálgast hér eða með því að hafa samband við Þorvald Gröndal frístundastjóra á valdi@skagafjordur.is eða í síma 455-6033/660-4639.