Fara í efni

Upplýsingar um jólasveinalestina

27.11.2020

Jólasveinarnir ætla að laumast til byggða laugardaginn 28. nóvember og taka rúnt um valdar götur á Sauðárkróki í bílalest með blikkljós og jólatónlist. Viðburðurinn hefst kl 16:30 og mun taka um klukkustund. Fjölskyldur eru hvattar til að kíkja út og vinka sveinka. Til að forðast hópamyndanir keyra sveinarnir stóran rúnt og gefst okkur kostur á að sjá jólasveinana sem víðast um bæinn og biðlum við til fólks að safnast ekki saman í hópa utan síns nánasta og fara eftir öllum sóttvarnarreglum.

Nákvæm ferðaáætlun jólasveinanna má sjá hér:

Lestin byrjar að fara suður Borgargerði, beygir við gatnamót Skagfirðingarbrautar til hægri. Beygir svo til vinstri upp Túngötuna. Við enda Túngötu beygir hún til hægri upp Sæmundarhlíðina. Beygt verður til vinstri upp sauðárhlíð og snúið við í Háuhlíð. Þaðan er keyrt niður í bæ og farið út Skagfirðingabrautina. Beygt til hægri inn Sævarsstíg (hjá Hard Wok) og svo til hægri á Freyjugötu. Haldið áfram út Hólaveg og beygt til vinstri inn Grundarstíg og svo til vinstri inn Hólmagrundina. Þar mun lestin enda.

Hér má sjá göturnar sem keyrt er um:

Borgargerði

Túngata

Sæmundarhlíð

Sauðárhlíð

Háahlíð

Skagfirðingabraut

Sævarsstígur

Freyjugata

Hólavegur

Grundarstígur frá Hólavegi að Hólmagrund

Hólmagrund