UT starfsdagur í Skagafirði
Ut starfsdagur verður haldinn í Árskóla á Sauðárkróki á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember. Um er að ræða endurmenntunardag fyrir alla starfsmenn grunnskólanna í Skagafirði sem haldinn er samhliða UTÍS ráðstefnu sem Ingvi Hrannar Ómarsson er höfundur að og orðin er árlegur viðburður á Sauðárkróki. Vegna ráðstefnunnar koma hingað til lands ýmsir erlendir sérfræðingar í tækni og skólamálum og stýra vinnustofum fyrir starfsfólk skólanna á endurmenntunardegi þeirra á morgun. Einnig er um að ræða svokallaðar menntabúðir þar sem starfsfólk grunnskólanna og framhaldsskólans deilir af reynslu áhugaverðum og fjölbreyttum verkefnum sem unnið er með í skólunum. Dagurinn endar á spennandi örkynningum um ýmiss öpp og verkfæri sem nýtt eru í skólastarfi.
Dagskrá UT stafsdagsins er hin glæsilegasta: