Útboð Skólaakstur í Skagafirði 2023-2028
12.05.2023
Skagafjörður óskar eftir tilboðum í skólaakstur í Skagafirði 2023-2028.
Helstu magntölur eru :
- Akstursleiðir í dreifbýli, lengd 343,2 km pr. einfalda ferð.
- Eknar eru tvær ferðir pr. skóladag.
- Akstursdagar pr. skólaár eru um 175 dagar.
- Um 147 farþegar í heild pr. skólaár.
- Aðaleiðir eru 13 talsins, merktar x.1
- Skilgreindar eru undirleiðir með aðalleiðum merktar x.2 og x.3
- Bjóða þarf í undirleiðir þegar boðið er í aðalleið.
Útboðsgögn eru til afhendingar rafrænt með tölvupósti, frá og með föstudeginum 12. maí 2023.
Senda skal beiðni um útboðsgögn á stod@stodehf.is. Í pósti skal greina frá nafni, fyrirtæki (ef það á við) og síma.
Frestur til að skila tilboðum er til kl. 13:00 föstudaginn 9. júní 2023.
Verklok eru áætluð vorið 2026, þó með framlengingarákvæði til tveggja ára.