Útboð skólaaksturs á Sauðárkróki
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í Skólaakstur á Sauðárkróki 2019-
2022. Um er að ræða eina akstursleið sem ekin er skv. tímatöflu sem nánar er skilgreind í
útboðsgögnum.
Helstu magntölur í útboði Skólaakstur á Sauðárkróki 2019-2022 eru:
Lengd leiðar: 7,3 km pr. ferð.
Farþegafjöldi: Allt að 80 farþegar.
Fjöldi ferða á dag: Sjá nánar í útboðsgögnum.
Fjöldi akstursdaga: Um 114 akstursdagar á hverju tímabili með frávikum.
Tímabil aksturs hvert skólaár: Frá 3. viku í október til og með 2. viku í apríl.
Útboðsgögn eru til afhendingar án endurgjalds í afgreiðslu Sveitarfélagsins
Skagafjarðar við Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki, frá og með fimmtudeginum 13.
júní nk.
Þangað ber að skila tilboðum í lokuðu umslagi í síðasta lagi fyrir kl. 13:30
fimmtudaginn 27. júní 2019.
Tilboð verða þá opnuð í ráðhúsi, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki, að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Verklok eru áætluð vorið 2022.
Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Sveitarstjóri