Fara í efni

Útivistarreglur barna

01.09.2020

Þann 1. september ár hvert breytast útivistarreglur barna frá sumartíma yfir í skólatíma og því vel við hæfi að minna foreldra og forráðamenn á breyttar reglur.

Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti eftir kl. 20 og börn 13-16 ára mega ekki vera úti eftir kl. 22. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri utan ofangreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má þó út af reglunum þegar börn 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.