Fara í efni

Væntanlegt 7. bindi Byggðasögunnar

06.11.2014
mynd Sögufélag Skagfirðinga

Nú er lokið frágangi við 7. bindi Byggðasögu Skagafjarðar og verður það komið í sölu um næstu mánaðamót. Bókin fjallar um Hofshrepp hinn gamla, Höfðaströnd, Unadal, Deildardal og Óslandshlíð og telur 480 bls. Hofsós og þær jarðir sem tilheyrðu Hofsóshreppi, munu bíða lokabindis. Umfjöllun þessa bindis nær yfir 78 jarðir og smábýli og eru 640 ljósmyndir í bókinni ásamt 45 kortum og teikningum af ýmsum gerðum.

Umbrot og uppsetning bókarinnar fór fram í Nýprenti á Sauðárkróki og annaðist Óli Arnar Brynjarsson það verk. Prentsmiðjan Oddi í Reykjavík mun sjá um prentunina og er verkið statt þar núna.