Fara í efni

Vantar þig sumarstarf?

06.03.2017

Sumarstörf 

Sveitarfélagið Skagafjörður minnir á að umsóknarfrestur vegna flestra sumarstarfa rennur út fimmtudaginn 9. mars næst komandi.

Í boði eru fjöldinn allur af spennandi og krefjandi sumarstörfum m.a. á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hofsós, Blönduósi og Hvammstanga.

Hér má sjá þau sumarstörf sem eru laus á Veitu- og framkvæmdasviði. Hér má sjá sumarstörfin sem eru laus á Fjölskyldusviði vegna frístunda- og íþróttamála. Hér má finna laus sumarstörf hjá Fjölskyldusviði vegna málefna fatlaðs fólks. Hér má sjá sumarstörfin á Blönduósi og hér má sjá lausu störfin hjá Byggðasafni Skagfirðinga.

Umsóknarfrestur allra starfa (nema starfanna á Blönduósi) rennur út 9. mars 2017.  
Umsóknarfrestur vegna starfanna á Blönduósi rennur út 19. mars 2017.

Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarféalgsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.