Fara í efni

Varmahlíðarskóli keppir til úrslita í Skólahreysti 2022

06.05.2022
Lið Varmahlíðarskóla ásamt íþróttakennara

Varmahlíðarskóli sigraði 6. riðil í undankeppni skólahreystis og er því búið að tryggja sér sæti í úrslitum sem fara fram í Laugardalshöll 21. maí. Öllum undanriðlum er nú lokið en 66 skólar tóku þátt í undankeppni. Það eru 12 skólar sem keppa til úrslita, nú þegar eru 7 skólar komnir með keppnisrétt og eru þeir: Flóaskóli, Stapaskóli, Laugalækjarskóli, Hraunvallaskóli, Holtaskóli, Varmahlíðarskóli og Dalvíkurskóli. Í dag, 6. maí, verður tilkynnt um þá fimm uppbótarskóla sem komast í úrslit. 

Óskum við Varmahlíðarskóla til hamingju með glæsilegan árangur!

Hér má sjá frétt frá Skólahreysti af heimasíðu Varmahlíðarskóla.