Varmahlíðarskóli óskar eftir að ráða vélsmíða- og textílkennara
Varmahlíðarskóli óskar eftir að ráða vélsmíða- og textílkennara
Varmahlíðarskóli hefur framlengt umsóknarfrest um stöðu vélsmíða- og textílkennara. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst og er um tímabundna ráðningu að ræða til 31. júlí 2016.
Vélsmíðakennari:
Um er að ræða 30% starfshlutfall.
Textílkennari:
Um er að ræða 40% starfshlutfall.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
- Faglegur metnaður.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
Störfin henta konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna FG.
Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst 2015
Nánari upplýsingar um störfin veitir Hanna Dóra Björnsdóttir, skólastjóri, í síma 455-6023 eða með því að senda fyrirspurn á hannadora@varmahlidarskoli.is.
Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagisns, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.