Varmahlíðarskóli óskar eftir grunnskólakennara til að sinna málmsmíðakennslu.
Varmahlíðarskóli óskar eftir grunnskólakennara til að sinna málmsmíðakennslu
Upphaf starfs: 1. ágúst 2017.
Starfsheiti: Grunnskólakennari.
Starfshlutfall: 35% starfshlutfall.
Lýsing á starfinu: Í starfinu felst kennsla í málmsmíði á unglingastigi. Grunnskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá, skólanámskrá og stefnu sveitarfélagsins. Í verkgreinakennslu Varmahlíðarskóla er áhersla lögð á endurnýtingu í anda Grænfánans. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Menntunarkröfur: Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.
Hæfniskröfur: Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
Vinnutími: Dagvinna.
Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna FG.
Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2017
Nánari upplýsingar: Hanna Dóra Björnsdóttir, skólastjóri Varmahlíðarskóla, í síma 898-6698 eða hannadora@varmahlidarskoli.is.
Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréfi skal skilað í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins eða í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Í Varmahlíðarskóla eru um 120 nemendur í 1.-10. bekk. Flestir nemendur skólans koma úr Varmahlíð og drefibýli í framanverðum Skagafirði. Varmahlíðarskóli leggur áherslu á faglegt, fjölbreytt og sveigjanlegt starf með nemendum, foreldrum, starfsmönnum og grenndarsamfélaginu. Nám er kjarni skólastarfsins og efling náms er meginviðfangsefni starfsmanna skólans. Varmahlíðarskóli starfar sem heilsueflandi grunnskóli og leggur áherslu á hreyfingu og heilbrigða lífshætti.