Fara í efni

Veiting framkvæmdaleyfis fyrir Sauðárkrókslínu 1 og 2

26.07.2019
Sauðárkrókslína 1 og 2

Á fundi byggðarráðs þann 24. júlí síðastliðinn var samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu tveggja 66 kV jarðstrengja. Um er að ræða Sauðárkrókslínu 2, um 23 km langan jarðstreng milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, og Sauðárkrókslínu 1, 1,2 km jarðstreng milli fyrirhugaðs tengivirkis við Borgarteig 10b á Sauðárkróki og núverandi tengivirkis ofan við Kvistahlíð.

Byggðarráð hefur farið yfir öll gögn viðkomandi framkvæmdinni og er framkvæmdin í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins með síðari breytingum og ákvörðun Skipulagsstofnunar. Framkvæmdaleyfið er bundið skilmálum sem snúa að verklagi og menningarminjum.

Athygli er vakin á því að hægt er að kæra niðurstöðu byggðarráðs til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Nánar má kynna sér málið hér á heimasíðunni.