Fara í efni

Veitu- og framkvæmdasvið auglýsir laust starf

05.05.2017

Veitu- og framkvæmdasvið auglýsir laust starf

 

Upphaf starfs: 1. júní 2017 eða eftir samkomulagi.  Um framtíðarstarf er að ræða.

Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.

Starfsheiti: Hafnarvörður og verkamaður II.

Lýsing á starfinu: Í raun er um sambland af tveim störfum að ræða sem skiptist milli tveggja starfsstöðva. Frá 1. mars ár hvert gengur starfsmaður í starf hafnarvarðar og frá 1. september ár hvert fer starfsmaður í starf verkamanns hjá Eignasjóði.  Hafnarvörður tekur þátt í daglegum rekstri hafna í eigu sveitarfélagsins undir stjórn yfirhafnarvarðar. Sinnir ýmsum verkefnum, s.s. raða skipum í höfn, binda skip við bryggju, afgreiða vatn og rafmagn til skipa ásamt því að sinna tilfallandi minniháttar viðhaldi á hafnarmannvirkjum.

Verkamaður starfar við almenn verkamannastörf samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni en leysir að jafnaði verkefni dagsins nokkuð sjálfstætt.

Menntunarkröfur: Umsækjandi skal hafa bílpróf og kostur er að hafa lokið námskeiðum vigtarmanns ásamt skipstjórnar- og hafnsöguréttindum.

Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa góða þjónustulund, vera jákvæður, hafa góða færni í mannlegum samskiptum og gott vald á ensku. Lögð er áhersla á frumkvæði, gankvæma virðingu, háttvísi og stundvísi.

Vinnutími: Dagvinna. Hafnarvörður tekur einnig bakvaktir.

Launakjör: Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2017

Nánari upplýsingar: Indriði Þ. Einarsson, sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs, 455-6205/692-3880, indridi@skagafjordur.is. Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður, dagurb@skagafjordur.is, 453-5169/893-3478.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá og prófskírteininum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.