Fara í efni

Verkefnastyrkir til Byggðasafns Skagfirðinga

18.03.2015
Mynd Byggðasafnið

Fornminjasjóður úthlutaði á dögunum styrkjum til ýmissa verkefna og komu 5 milljónir í hlut Byggðasafns Skagfirðinga. Verkefnin eru þrjú og öll framhaldsverkefni en þau eru eftirfarandi: Strandminjar við vestanverðan Skagafjörð. 1. áfangi; Skagfirska kirkjurannsóknin, 3. áfangi - uppgröftur kirkjugarðs í Keflavík, Hegranesi og Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar, VIII. áfangi - byggðasögurannsókn. Verkefnið Eyðibyggð og afdalir er unnið í samtarfi við Byggðasögu Skagafjarðar. Nánar má sjá úthlutanir Fornminjasjóðs á  http://www.minjastofnun.is/…/fornminj…/styrkuthlutanir/2015/

Húsafriðunarsjóður hefur verið duglegur að styrkja safnið í svokölluðu Tyrfingsstaðaverkefni en safnið hefur staðið fyrir endurheimt húsanna á Tyrfingsstöðum á Kjálka síðastliðin sjö ár. Í ár leggur sjóðurinn til 700 þúsund kr en ráðgert er að í sumar verði kofinn endurreistur á hlaðinu, sett grind og þak á hesthúsið og nýir gluggar í baðstofuna og hún þiljuð. Það er Fornverkaskólinn sem mun sjá um framkvæmdirnar.

Úthlutanir Húsafriðunarsjóðs má sjá hér.