Verndarsvæði í byggð - Kambastígur 2
Hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir byggingarleyfisumsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá eigendum fjölbýlishúss við Kambastíg 2 á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu.
Skráð byggingarár hússins er 1927 og varða breytingarnar útlit hússins m.a. endurnýjun á hurð og gluggum á efri hæð. Áætlaður verktími er um 3 mánuðir.
Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki. Þær breytingar sem nú er fyrirhugað að gera á húsnæðinu teljast óverulegar og ekki til þess fallnar að breyta núverandi ásýnd svæðisins.
Með vísan til 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, ber sveitarstjórn að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda.
Gögn liggja frammi til kynningar í ráðhúsi Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins, https://www.skagafjordur.is/ frá og með 30. október 2024 til og með 13. nóvember 2024. Þeim sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd skulu gera það skriflega og skulu þær berast í síðasta lagi 13. nóvember 2024 til byggingarfulltrúa í ráðhúsi, Skagfirðingabraut 21 eða á netfangið: andrig@skagafjordur.is