Fara í efni

Íbúafundur á Sauðárkróki um verndarsvæði í byggð

29.05.2018

Boðað er til opins íbúafundar í Húsi frítímans sunnudaginn 3.júní kl. 16:00.

Verkefnið byggist á lögum sem sett voru árið 2015 um verndarsvæði í byggð. Tilgangur þeirra er að stuðla að verndun einstakra bæjarhluta í kaupstöðum og bæjum landsins með það að markmiði að vernda menningarsögulegt og listrænt gildi einstakra bæjarhluta um ókomna tíð.

Á fundinum verður farið yfir stöðu verkefnisins og í framhaldi óskað eftir hugmyndum, umræðu og ábendingum. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og leggja sitt af mörkum til að móta verkefnið svo svæðið megi þróast í sátt við íbúa og umhverfi.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Jón Örn Berndsen