Fara í efni

Vetrarhátíð í Skagafirði 21.-23. febrúar

20.02.2014

Skíðasvæðið í Tindastóli er fjölskylduvænt og fjallið býður upp á mikla möguleika fyrir byrjendur og lengra komna hvort sem þeir eru á svigskíðum, snjóbrettum eða gönguskíðum. Svæðið verður opið alla dagana og ýmsir viðburðir í boði. Á föstudeginum verður opið frá kl 16-19 og á laugardeginum kl 9-19. Risasvigmót hefst kl 10:30 á laugardeginum og þrautabrautir kl 11 en ýmislegt fleira er í boði s.s. ferðir á toppinn, gönguskíðatrimm og vélsleðaspyrna. Kvöldverður, kvöldvaka og verðlaunaafhending verða á Hótel Mælifelli á laugardeginum og hefst dagskráin kl 20. Á sunnudaginn verður skíðasvæðið opið frá kl 11-16.

Margskonar afþreying er í boði í Skagafirði, sundlaugar, gamli bærinn í Glaumbæ, bíósýningar í Króksbíói og hægt að leiga snjósleða hjá Krókaleiðum ef veður leyfir. Ólafshús verður með sérstakt vetrarhátíðartilboð alla dagana.

Dagskrá