Fara í efni

Vetrarhátíð í Tindastóli um helgina

26.02.2016
Frá skíðasvæðinu í Tindastóli

Um helgina verður vetrarhátíð á skíðasvæðinu í Tindastóli og verður opið til kl 21 í kvöld en kveiktur verður varðeldur og tónlistin mun óma um fjallið.

Á morgun, laugardag, verður opið milli kl 11 og 16 og ýmislegt í boði. Skátarnir verða með þrautaleik, bátur frá Viking Rafting verður á staðnum ásamt Crazy Roller og nýtroðnum skíðabrautum.

Í tilefni vetrarhátíðarinnar verður opið lengur í sundlaug Sauðárkróks á laugardeginum en hún verður opin milli kl 10 og 18.Töfrateppið á skíðasvæðinu

Skíðasvæðið í Tindastóli er mjög fjölskylduvænt og hentar vel fyrir byrjendur og lengra komna hvort sem farið er á svigskíði, snjóbretti eða gönguskíði. Skíðaleiga er á staðnum þar sem hægt er að leigja allan skíða- og brettabúnað.

Það verður líf og fjör á skíðasvæðinu um helgina og allir velkomnir.  

Dagskrá Vetrarhátíðar