Vetrarhátíðin í Tindastóli sett í dag
19.02.2015
Vetrarhátíðin í Tindastóli verður sett með formlegum hætti í dag kl 19:30 í Sauðárkrókskirkju af séra Sigríði Gunnarsdóttur. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði í kirkjunni af þessu tilefni. Kl 20:30 er síðan spilakvöld í Húsi frítímans. Skíðafjörið hefst síðan á föstudeginum og opnar svæðið kl 11.
Skíðasvæðið í Tindastóli er fjölskylduvænt og býður upp á mikla möguleika fyrir byrjendur sem lengra komna í skíðaíþróttinni. Allt er í boði, svigskíði, bretti og ganga og hægt er að leigja allan skíða- og brettabúnað á staðnum.