Vetraropnun í Byggðasafni Skagfirðinga
22.09.2014
Um síðustu helgi lauk hefðbundinni sumaropnun hjá Byggðasafninu í Glaumbæ. Opið verður alla daga milli kl 10 og 16 frá 21. september til 19. október fyrir þá sem vilja skoða gamla bæinn.
Á heimasíðu safnsins segir að frá 20. til 31. október verði hægt að skoða safnsýningar í Glaumbæ alla daga, aðra en sunnudaga, og frá og með 1. nóvember verður hægt að skoða þær eftir samkomulagi, eins og í Minjahúsinu á Sauðárkróki. Sími: 453 6173.
Gestkvæmt var í safninu í sumar og höfðu 38.480 gestir komið í heimsókn þegar hefðbundinni sumaropnun lauk 20. september.