Fara í efni

Viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagfjarðar

23.06.2017
Jónsmessunótt í Skagafirði

Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sl. fimmtudag var rætt um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar en sveitarfélögin hafa nú sammælst um að hefja formlegar viðræður um kosti þess að sameinast. Undir þessum dagskrárlið sat Vignir Sveinsson oddviti Skagabyggðar fundinn.

Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum:

Sveitarfélögin, Sveitarfélagið Skagafjörður og Skagabyggð, hafa átt í óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaga.
Sveitarfélögin hafa nú sammælst um að hefja formlegar viðræður um kosti þess að sameinast.

Sveitarfélögin á starfssvæði SSNV sem hafa áhuga á að ræða kosti enn stærri sameiningar við Sveitarfélagið Skagafjörð og Skagabyggð, eru boðin velkomin til viðræðna á sameiginlegan fund sveitarfélaganna sem boðað verður til í byrjun júlí.