Fara í efni

Viðurkenning fyrir gæðaverkefni í menntamálum

11.12.2015
Helga Harðardóttir, Selma Barðdal, Herdís Sæmundardóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir

Gæðaviður­kenn­ing­ar Era­smus+ mennta­áætl­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins voru veitt­ar við hátíðlega at­höfn í Ásmund­arsafni í gær, en Landskrif­stofa Era­smus+ á Íslandi út­hlut­ar ár­lega tæp­lega 800 millj­ón­um úr áætl­un­inni til verk­efna í mennt­un. Eitt þessara verkefna er unnið í Skagafirði og heitir, Að byggja brú milli leik- og grunnskóla. 

Tíu verkefni hlutu viðurkenningu að þessu sinni og á vef Rannís segir að þau eigi það sammerkt að hafa sýnt fram á ný­sköp­un og nýbreytni í mennt­un, stuðlað að þátt­töku fjöl­breyttra hags­muna­hópa í alþjóðasam­starfi og haft áhrif á skólastarf ein­stakra stofn­ana sem og víðtæk­ari áhrif í skóla­sam­fé­lag­inu.

Sveitarfélagið Skagafjörður fær viðurkenningu fyrir að stýra velheppnuðu svæðasamstarfi með áherslu á aðferðir til að tryggja að skilin á milli tveggja skólastiga verði sem minnst, leik- og grunnskóla. Niðurstöður verkefnisins nýtast áfram innan skóla sveitarfélagsins og hafa þær m.a. verið birtar í Nordic Educational Magazine í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, Ill­ugi Gunn­ars­son, veitti viður­kenn­ing­arn­ar sem eru í formi mynd­verka sem hönnuð voru af 15 Herdís Sæmundardóttir tekur við viðurkenningunni frá Illuga Gunnarssyninem­end­um á öðru ári í teikni­deild í Mynd­list­ar­skóla Reykja­vík­ur. Fulltrúar verkefnisins frá Skagafirði þær Herdís Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Selma Barðdal uppeldis - og sálfræðiráðgjafi og Helga Harðardóttir kennsluráðgjafi voru á staðnum og með þeim var fulltrúi frá Háskóla Íslands, Anna Kristín Sigurðardóttir, sem er samstarfsaðili í verkefninu. Herdís tók við vikurkenningunni úr hendi mennta- og menningarmálaráðherra.

Nánari upplýsingar eru á vef Rannís.