Árskóli móðurskóli Vinaliðaverkefnis á Íslandi
18.11.2014
Vinaliðaverkefni sem Árskóli hefur samið um að leiða hefur slegið í gegn í norskum skólum. Því er ætlað, samhliða góðum eineltisáætlunum, að draga úr einelti og auka vellíðan nemenda í skólum. Eigendur verkefnisins í Noregi munu afhenda það með formlegum hætti til Árskóla, móðurskóla þess á Íslandi á örráðstefnu um einelti og vellíðan í skólum sem fram fer í Íþróttamiðstöð ÍSÍ miðvikudaginn 19. nóv. kl. 15:00