Vinavika í Grunnskólanum austan Vatna
03.11.2015
Það var mikið um að vera hjá nemendum og starfsfólki í Grunnskólanum austan Vatna í síðustu viku. Nemendur allra þriggja starfsstöðva skólans komu saman á Hofsósi í danskennslu og þemavinnu en þemað var vinátta. Kenndur var dans og hóf skólinn formlega þátttöku í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli. Þann dag voru nemendur kynntir fyrir mismunadi tegundum hreyfingar, farið í útileiki, zumba og jóga. Vikan endaði í kaffihúsi sem nemendur héldu fyrir gesti og gangandi og voru allir ánægðir með hvernig til tókst.
Nánar á heimasíðu GAV