Vinir í vestri
16.08.2013
Á sunnudaginn kemur mun Atli Ásmundsson fyrrum aðalræðismaður í Winnipeg flytja erindið “Vinir í vestri” á Kaffi Krók. Þar munu Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Almar Grímsson heiðursforseti Þjóðræknifélagsins einnig flytja ávörp.
Atli segir frá lífi sínu og starfi meðal Vestur-Íslendinga og bregður ljósi á hina merku sögu samskipta Íslendinga beggja megin hafs. Atli er sagnabrunnur og kann frá mörgu að segja eftir langt og farsælt starf vestra.
Erindið er samstarfsverkefni Utanríkisráðuneytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.