Fara í efni

Vinnuskólinn og V.I.T

04.05.2016
Vinnuskóli Skagafjarðar

Sólin hækkar á lofti með hverjum degi og ekki nema mánuður þar til vinnuskólinn tekur til starfa. Opnað verður fyrir skráningar í vinnuskóla sveitarfélagsins og átaksverkefnið V.I.T mánudaginn 9. maí og stendur skráning yfir til og með 20. maí.

Skráningin verður rafræn og mun fara fram á heimasíðu sveitarfélagsins og á Facebooksíðu Húss frítímans (fyrir 8. -10. bekk). Þeir árgangar sem geta skráð sig eru börn fædd frá 1998 til 2003 en nánara fyrirkomulag um vinnuna má finna hér. Vinnan hefst mánudaginn 6. júní.

Allar frekari upplýsingar gefur Þorvaldur Gröndal í síma 660 4639 eða á valdi@skagafjordur.is

Átaksverkefnið V.I.T fer af stað á sama tíma. Þau fyrirtæki sem áhuga hafa á að taka þátt í því verkefni eru hvött til að hafa samband við Bryndísi Lilju Halldóttur sem veitir allar frekari upplýsingar í netfanginu bryndisl@skagafjordur.is

Nánari upplýsingar um skráninguna birtast eftir helgina.