Yfirlýsing frá félagsmálayfirvöldum og Lögreglunni á Norðurlandi vestra
Kæru íbúar!
Við viljum biðla til ykkar að vinna með okkur um páskahelgina. Það er mikið álag á öllum viðbragðsaðilum, s.s. lögreglu, sjúkraflutningafólki, heilbrigðisstarfsfólki og félagsþjónustu.
Til þess að auka ekki álagið enn frekar væri gott ef allir myndu leggjast á eitt og fara eftir tilmælum yfirvalda um að halda sig eftir fremsta megni heima um páskana. Með því er dregið úr líkum á slysum í umferðinni og öðrum vandamálum sem ferðalög geta valdið.
Einnig er bent á að ekki er gagnlegt að nota áfengi eða tóbak til að takast á við erfiðar tilfinningar eins og áhyggjur og kvíða eða til að slaka á. Neysla áfengis og reykingar veikja ónæmiskerfið, auk þess að hafa neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan til lengri tíma. Þá getur óhófleg áfengisneysla leitt til ofbeldis en með því að stilla áfengisneyslu í hóf er hægt að koma í veg fyrir að slík mál komi upp.
Covid-19 faraldurinn er samfélagslegt mál og við verðum því að vinna saman sem samfélag svo við komumst heil út úr þessu
Við erum öll í sama liði og ætlum að hlýða Víði og hans félögum
Áfram Norðurland vestra!