Hafnarstjórn
Hafnarstjórn
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 2 – 09.09.98
Ár 1998, miðvikudaginn 9. september, kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 8,15.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Gunnar Valgarðsson, Eiríkur Jónsson, og Pétur Valdimarsson. Auk þeirra sátu fundinn Hallgrímur Ingólfsson, tæknifræðingur, Guðmundur Árnason, hafnarstjóri og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.
Dagskrá:
- Ársfundur Hafnasambandsins.
- Lóð v. asfalttanks.
- Skemmdir á hafnargarði.
Afgreiðslur:
1. Hafnarstjórn samþykkir að Brynjar Pálsson og Guðmundur Árnason sæki ársfund Hafnasambands sveitarfélaga, sem haldinn verður í Vestmannaeyjum dagana 17. og 18. september n.k.
2. Þar sem komið hefur í ljós að lóð undir asfalttank í suðausturhorni gámavallar hefur ekki verið úthlutað formlega, þá samþykkir hafnarstjóri að úthluta Vegagerð ríkisins lóðinni, sjá skipulagsuppdrátt dags. í maí 1998.
Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að fela bæjartæknifræðingi að semja við Króksverk um að grjótverja lóðina.
3. Bæjartæknifræðingur gerði grein fyrir því sem gerst hefur vegna bótakrafna sem hafnaryfirvöld gera á hendur eigendum flutningaskipsins, sem sigldi á hafnargarðinn aðfararnótt 31. maí sl.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Gunnar Valgarðsson Snorri Björn Sigurðsson
Eiríkur Jónsson Guðm. L. Árnason
Pétur Valdimarsson Hallgrímur Ingólfsson
Brynjar Pálsson