Fara í efni

Hafnarstjórn

4. fundur 04. febrúar 1999 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 4 – 04.02.99

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 4. febrúar kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.

            Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Gunnar Valgarðsson, Eiríkur Jónsson og Pétur Valdimarsson.  Auk þeirra voru mættir Guðmundur Árnason hafnarvörður, Hallgrímur Ingólfsson bæjartæknifræðingur og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

  1. 2 bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
  2. Hafnargjaldskrá.
    a)    almenn gjaldskrá.
    b)   þjónustugjaldskrá v. hafna við Skagafjörð.
  3. Skrá um skipakomur í Sauðárkrókshöfn 1998.
  4. Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar 1999 - fyrri umræða.

 

Afgreiðslur:

1. Lögð fram tvö bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.  Er fyrra bréfið dags. 3. des. 98 og það síðara dags. 20. jan. sl.  Í bréfinu er óskað eftir viðræðum við hafnarstjórn um málefni Sauðárkrókshafnar.  Hafnarstjórn samþykkir að verða við beiðninni.

2. a)    Lögð fram almenn gjaldskrá fyrir hafnir dags. 26. janúar 1999.  Hefur gjaldskráin þegar öðlast 
    gildi. 
    b)  Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi gjaldskrá þjónustugjalda fyrir hafnir í Skagafirði:

Vogargjöld:    Fiskur             pr. tonn  kr.  84.-

                       Annað             pr. tonn  kr. 110.-

Vatnsgjald:     Fiskiskip         pr. tonn kr.  125.-

                       Fiskipskip       lágmark kr. 1250.-

                       Fragtskip         pr. tonn kr.  165.-

                       Fragtskip         lágmark kr. 1650.-

 

Vigtun á bifreið:                                  kr.  551.-

 

Gjald f. trillur og báta:

01.04.99-31.03.00                  mánaðargjald  kr. 3.567.-

01.04.99-31.03.00                  ársgjald           kr. 27.240.-

 

Hafnsögugjald verði óbreytt.

 

Gjaldskráin gildir frá 1. apríl 1999.

 

3. Lögð fram skrá um skipakomur í Sauðárkrókshöfn árið 1998.  Samtals voru komur flutningaskipa 91 og heildarrúmlestatala 282.889 brt.  Komur togara og minni fiskibáta 1998 voru 311 og legudagar 1694.

 

4. Lögð fram fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir árið 1999.  Tekjur eru áætlaðar kr. 23.915.000.- og rekstrargjöld kr. 20.980.000.- Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 18.000.000.-  Hafnarstjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.  

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Pétur Valdimarsson                                                   Snorri Björn Sigurðsson

Eiríkur Jónsson                                                          Hallgrímur Ingólfsson

Gunnar Valgarðsson                                                  Guðmundur L. Árnason

Björn Björnsson

Brynjar Pálsson