Fara í efni

Hafnarstjórn

5. fundur 04. mars 1999 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 5 – 04.03.99

 

    Ár 1999, fimmtudaginn 4. mars kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.

    Mættir voru:  Brynjar  Pálsson, Björn Björnsson, Gunnar Valgarðsson, Eiríkur Jónsson og Pétur Valdimarsson.  Auk þeirra sátu fundinn Guðmundur Árnason hafnarvörður, Hallgrímur Ingólfsson bæjartæknifræðingur og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
  2. Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar 1999 – síðari umræða.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagt fram bréf frá K.S. dags. 1. mars sl. þar sem ítrekuð er ósk um viðræður við hafnarstjórn um sameiginleg mál.  Reynt hefur verið að koma á fundi aðila að undanförnu en það hefur ekki tekist.  Haldið verður áfram að reyna að koma fundinum á.

 

2. Hafnarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. 

Tekjur eru áætlaðar kr. 23.915.000.- og rekstrargjöld kr. 21.980.000.-  Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 18.000.000.-

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð uppl. og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Brynjar Pálsson                                                         Snorri Björn Sigurðsson

Björn Björnsson                                                         Guðmundur H. Árnason

Gunnar Valgarðsson                                                  Hallgrímur Ingólfsson

Eiríkur Jónsson

Pétur Valdimarsson