Fara í efni

Hafnarstjórn

6. fundur 11. mars 1999 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 6 – 11.03.99

 

    Ár 1999, fimmtudaginn 11. mars kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.

    Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Guðmundur Árnason, Gunnar Valgarðsson, Eiríkur Jónsson og Pétur Valdimarsson.  Auk þeirra voru mættir Guðmundur L. Árnason hafnarvörður og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

 1.  Viðræður við fulltrúa Kaupfélags Skagfirðinga.

 

AFGREIÐSLUR:

 

  1. Á fundinn voru mættir fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri og Björn Svavarsson forstm. skipaafgreiðslu.  Eru þeir komnir á fund hafnarstjórnar í framhaldi af óskum um fund sem settar hafa verið fram bréflega.  Er erindi þeirra að kanna: 

        a)      Hvort áhugi sé á því að gera úttekt á starfsemi hafnarinnar og skipaafgreiðslu K.S. sem
        einni rekstrareiningu.
        b)      Hvort möguleiki sé á að byggja viðbyggingu við hafnarhúsið.

 

Allnokkrar umræður fóru fram um aðstæður á hafnarsvæðinu og samskipti hafnar og skipaafgreiðslu. 

Fram kom að hafnarstjórnarmenn telja ekkert því til fyrirstöðu að gerð verði úttekt á hagkvæmni á samrekstri hafnar og skipaafgreiðslu.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Brynjar Pálsson                                                         Snorri Björn Sigurðsson

Gunnar Valgarðsson                                                  Guðmundur L. Árnason

Eiríkur Jónsson                                                          Björn M. Svavarsson

Guðmundur Árnason                                                 Þórólfur Gíslason

Pétur Valdimarsson