Fara í efni

Hafnarstjórn

7. fundur 28. apríl 1999 kl. 16:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 7 – 28.04.1999

 

Ár 1999, miðvikudaginn 28. apríl kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1600.

Mættir voru: Brynjar Pálsson, Eiríkur Jónsson, Gunnar Valgarðsson, Pétur Valdimarsson og Björn Björnsson.  Auk þeirra var mættur Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá Siglingastofnun.
  2. Sumarafleysing á höfninni.
  3. Bréf frá Dögun ehf.
  4. Erindi frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagt fram bréf frá Siglingastofnun dags. 22. mars sl. varðandi fjárveitingar og framkvæmdir árið 1999.

 

2. Hafnarstjórn samþykkir að ráða Gunnar Steingrímsson til sumarafleysinga í 3 mánuði.

 
3. Lagt fram bréf frá Dögun ehf. dags. 19. mars þar sem fyrirtækið óskar eftir að fá úthlutað lóð austan og sunnan við rækjuvinnslu Dögunar.  Fyrirhugar fyrirtækið að byggja karageymslu. 

Hafnarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að kanna málið.

 
4. Kynnt erindi frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi um að gerð verði bryggja fram af Vesturfarasetrinu.  Hafnarstjórn samþykkir að kannaður verði kostnaður við framkvæmdina.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Björn Björnsson                                                         Snorri Björn Sigurðsson

Pétur Valdimarsson

Brynjar Pálsson

Gunnar Valgarðsson

Eiríkur Jónsson